Fyrirtækið

Fyrirtækið

Fyrirtækið


Múlakaffi er rúmlega hálfrar aldar gamalt rótgróið fjölskyldufyrirtæki en skipta má rekstri þess í þrennt:

 

1) Veitingastaður 

Veitingastaðurinn Múlakaffi er hjarta fyrirtækisins og er staðsettur í Hallarmúla. Þangað koma daglega hátt í 300 gestir í morgunmat, hádegismat, kaffi eða kvöldmat.

 

2) Veisluþjónusta

Starfsfólk Veislurétta Múlakaffis hefur mikla reynslu af hvers konar veisluhöldum og er jafnvígt á smáa viðburði sem og stóra. Á veisluborðum Múlakaffis eru aðeins réttir sem eru framleiddir og útfærðir af fagfólki auk þess sem allt smurbrauð er gert í smurbrauðsdeild Múlakaffis í Hallarmúla. 

 

3) Rekstur mötuneyta

Múlakaffi hefur rekið mötuneyti frá árinu 1985 en í dag rekur Múlakaffi mötuneyti á eftirfarandi vinnustöðum: Eimskip, Reykjavíkurborg, Tollhúsið, Lögreglan í Reykjavík, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Hekla og Norðurál. Daglega borða að meðaltali um 1300 manns í þessum mötuneytum.

 

 

Eignarhlutur Múlakaffis í öðrum félögum

- dótturfélög

KH Veitingar ehf.

Veitingarekstur í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.Útlit síðu:

Flýtival