Fyrirtækjaþjónusta

 

Veislukokkar Múlakaffis hafa sett saman matseðil með það að leiðarljósi að auðvelda vinnustöðum að næra starfsmenn sína. Múlakaffi fylgir fyrirmælum sóttvarnalæknis og yfivalda í einu og öllu og hafa ferlar innan fyrirtækisins verið aðlagaðir samkvæmt því. Staðan getur að sjálfsögðu breyst frá degi til dags en við höldum í gleðina og reynum eftir fremsta megni að láta gott af okkur leiða.

 skoðaðu matseðilinn hér

Matur í stærri einingum

Við bjóðum upp á  að fá hádegismat sendan í stærri einingum. Þessi þjónusta hentar vel fyrir  fyrirtæki sem hafa alla aðstöðu á staðnum. Starfsmenn skammta sér sjálfir og við komum svo og sækjum ílátin eftir matinn.  Það hefur slegið í gegn á mörgum vinnustöðum að bjóða upp á íslenskt lambalæri með bernaise á föstudögum. 20 eða 200, við erum klár!

 Ef þú vilt fá hádegismat reglulega í þitt fyrirtæki mælum við með að senda okkur línu og fá tilboð. Lágmarksfjöldi er 20 manns.

Panta mat í þitt fyrirtæki