Fyrirtækjaþjónusta

 

Fyrirtækjaþjónustan  okkar er  allt frá einstaklingsbökkum upp í heildarumsjón á veitingaþjónustu fyrirtækja.  Við höfum þjónustað flest okkar fyrirtæki  sem eru í áskrift í áratugi. Við lokum aldrei eldhúsinu en þar liggur okkar helsti styrkleiki þegar kemur að þjónustu til fyrirtækja.

Matarbakkar

Matarbakkar í einnota umbúðum henta vel fyrir einn til tuttugu skammta,  með reglulegum eða óreglulegum hætti. Á hverjum degi er hægt að leggja inn pöntun fyrir allt að 20 bakka út frá matseðli dagsins á veitingastaðnum okkar. Hér getur þú skoðað rétti dagsins. Vinsamlegast athugið að pantanir þurfa að berast fyrir kl 9:30 samdægurs.  Verð á  matarbakka er það sama og á veitingastaðnum. Hægt er að fá tilboð fyrir fleiri en 20 manns.

Panta matarbakka núna

Matur í stærri einingum

Við bjóðum upp á  að fá hádegismat sendan í stærri einingum. Þessi þjónusta hentar vel fyrir  fyrirtæki sem hafa alla aðstöðu á staðnum . Starfsmenn skammta sér sjálfir og við komum svo og sækjum ílátin eftir matinn.  Það hefur slegið í gegn á mörgum vinnustöðum að bjóða upp á íslenskt lambalæri með bernaise á föstudögum. 20 eða 200, við erum klár!

 Ef þú vilt fá hádegismat reglulega í þitt fyrirtæki mælum við með að senda okkur línu og fá tilboð

Panta mat í þitt fyrirtæki