Fyrirtækið

Fyrirtækið

 

 

Þann 16.mars var sett á samkomubann og við hjá Múlakaffi munum að sjálfsögðu fylgja fyrirmælum Sóttvarnarlæknis og yfirvalda

  • Múlakaffi heldur öllum rekstri opnum en fylgjumst grannt með stöðunni og endurmetum daglega aðgerðir. Fyrirmælum sóttvarnalæknis er fylgt eftir í einu og öllu.
  • Borðaskipan hefur verið breytt til að fylgja eftir nálægðartakmörkun og hámarksfjölda.
  • Allur utanaðkomandi aðgangur innan fyrirtækisins og annarra starfstöðva hefur verið bannaður.
  • Starfsmenn Múlakaffis afhenda öll matvæli og áhöld. Spritt er aðgengilegt víðs vegar og álagssnertifletir líkt og hurðahúnar, handrið, og greiðsluposar eru sótthreinsaðir með reglubundnu millibili.

 Við gerum okkur grein fyrir því að staðan getur breyst frá degi til dags og við bregðumst við því sem upp kemur af æðruleysi og jákvæðni.

 Við bendum á að hægt er að fá alla okkar rétti í einnota bökkum. Matseðilinn okkar fyrir vikuna er hægt að sjá hér, linkur

 Gangi okkur öllum vel!

Fjölskyldan í Múlakaffi

 

 

framúrskarandi fyrirtæki

Um Múlakaffi

Múlakaffi var stofnað árið 1962 og er óhætt að segja að fyrirtækið sé rótgróið fjölskyldufyrirtæki.  Í dag rekur Múlakaffi eina stærstu veisluþjónustu landsins þar sem stöðugt er leitast við að fara ótroðnar slóðir  til þess að koma viðskiptavinum okkar á óvart.  

Veitingastaðurinn Múlakaffi er hjarta fyrirtækisins og er staðsettur í Hallarmúla.  Þar fer öll framleiðslan fram  og starfa þar um 30 manns. 

Fyrirtækjaþjónustan er stór hluti af rekstrinum enda hafa ófá íslensk fyrirtæki verið  í áskrift hjá okkur í áratugi, hvort sem um ræðir nokkra matarskammta á dag eða heildarumsjón með veitingarekstur og starfsmannahald. 

Kokkar

 

Dótturfélög

 Múlakaffi á hlut í félaginu KH Veitingar ehf. sem sér um alla ráðstefnu- og veisluþjónustu  í Hörpu. Aðrir hluthafar eru hjónin Leifur Kolbeinsson og Jónína Kristjánsdóttir. Veisluþjónustan leggur sig fram við að veita framúrskarandi og um leið persónulega þjónustu þar sem áhersla er lögð á gæði, hagkvæmni og fallega framsetningu.

 

Múlakaffi ehf.
kt. 660772-0229
Hallarmúla, 108 Reykjavík
s: 553-7737
mulakaffi@mulakaffi.is