Sagan

Sagan

 

 Það þótti mörgum óðs manns æði að setja upp matsölustað í Hallarmúlanum þegar Stefán heitinn Ólafsson, matreiðslumeistari, gerði einmitt það. Matsölustaðurinn Múlakaffi var opnaður þann 14.maí, árið 1962. Á þeim tíma var Múlakaffi nánast "upp í sveit" en Stefán sá fram á að á þessu svæði yrði mikið byggt og þeir sem í því stæðu yrðu að fá eitthvað sér til matar.

Múlakaffi opnaði á fyrsta degi klukkan 07 og lokaði kl 23:30 og var matseðillinn byggður upp á tveimur fiskréttum og þremur kjötréttum. Múlakaffi bauð upp á heimilislegan mat, íslenskan, eða eins og Stefán sagði: "Eins og maturinn heima hjá mömmu". Þessari stefnu hefur verið haldið síðan.

Jóhannes Stefánsson tók við rekstrinum árið 1989 og hefur rekið fyrirtækið ásamt fjölskyldu sinni til dagsins í dag.