Auglýsing

Veisluþjónusta

Veisluþjónusta

Hvert sem tilefnið er þá höfum við aðstöðuna, veitingarnar og veisluþjónustuna sem hentar. Segðu okkur hvernig þú vilt hafa þína veislu  og við töfrum hana fram fyrir þig. Við sjáum um allt saman og þú getur skemmt þér áhyggjulaus.

Panta veislu núna

Intro Höfðatorgi

Nýr veit­ingastaður hef­ur opnað á Höfðatorgi þar sem boðið er upp á nýja nálg­un á há­deg­is­hlaðborð fyr­ir starfs­fólk Höfðatorgs og ná­grenn­is. Staður­inn ber nafnið Intro og er staðsett­ur í gler­skál­an­um í Turn­in­um í Höfðatorgi.

Staðurinn er hluti af nýrri stefnu sem er vax­andi í ný­bygg­ing­um fyr­ir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Eitt há­deg­is­hlaðborð sem starfs­menn allra fyr­ir­tækja í nærum­hverf­inu hafa aðgang að. „Við erum afar stolt af Intro, þetta er sam­vinnu­verk­efni með Reg­inn, sem er rekstr­araðili Höfðatorgs, og í raun framtíðin í há­deg­is­hlaðborðum,“ seg­ir Guðríður María Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Múlakaff­is.

Meiri upplýsingar

Smáréttir að eigin vali - pantaðu hér

 

Smurbrauð og smáréttir

Smurbrauðið í Múlakaffi verður bara vinsælla með hverju árinu. Við útbúum allt samdægurs. Hér er hægt að skoða smurbrauðið og aðra vinsæla smárétti sem hægt er að panta með þriggja sólarhringa fyrirvara

Meiri upplýsingar

Veislurnar okkar

Hugsum stórt.....en hugum ætíð að því smæsta

Oft er tilefnið svo sérstakt að því hæfir engin hefðbundin umgjörð. En þá komum við til  sögunnar og sköpum fyrir þig þá veislu sem hentar þínu einstaka tilefni. Við útvegum allt sem til þarf og setjum upp fullbúið eldhús, sé þess óskað.  Okkar hlutverk er að töfra fram þá veislu sem þú vilt halda. Veislusalurinn getur verið lítill, stór, risastór eða jafnvel heil íþróttahöll. 

Meiri upplýsingar

Ferðaþjónusta

Veisla í íslenskri náttúru

Veisla í íslenskri náttúru er viðburður sem hrífur öll skynfærin. Við getum látið drauminn um  veislu í íslenskri náttúru rætast enda höfum við haldið veislur á fjöllum, ofan í hellum, úti á sjó, á litlum eyjum og úti í skógi svo eitthvað sé nefnt. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir en í öllum tilfellum er um að ræða viðburð sem er ógleymanleg og draumkennd upplifun. 

Meiri upplýsingar