Þorramatur

Þorramatur

Þorraveisla eða hjónabakki heim? 

Þorratrogin sínvinsælu eru á sínum stað . Hægt er að panta fyrir 10 eða fleiri og tökum við forskot á sæluna og byrjum að afgreiða trogin föstudaginn 18.janúar

Þegar þú pantar trog  getur þú verið viss um  að þú fáir smakk  og gott betur af öllu því sem þorrinn hefur upp á að bjóða. Súrmaturinn í öllu sínu veldi og nýmetið svíkur engan. Þar má finna harðfisk, hangikjöt, síldarsalöt, rófustöppu, nýja sviðasultu, sviðakjamma, baunasalat, rúgbrauð, flatbrauð og smjör.  Einnig fylgir með heitt saltkjöt, kartöflur og uppstúf.

Hjónabakkarnir verða til sölu á veitingastaðnum og hefst sala á bóndadaginn þann 25.janúar. Bakkinn saman stendur af tveimur bökkum, annars vegar súrmeti og hins vegar nýmeti og dugar vel fyrir tvo. Einnig er hægt að kaupa þá í sitt hvoru lagi og fá þannig meira af nýmeti eða meira af súrmeti. 

 

Panta þorratrog 

Hjónakassinn er tilvalinn fyrir tvo og er vel útilátinn að vanda. Hann nýtur mikilla vinsælda en við hefjum sölu á bóndadaginn sjálfan og eru þeir seldir á opnunartíma veitingastaðarins í Hallarmúla

Súrmeti 

Hrútspungar - sviðasulta

Lundabaggar - Bringukollar

Lifrapylsa - Blóðmör

Hvalrengi 

Nýmeti 

Hangikjöt - Harðfiskur

Síldarsalat

Flatbrauð - Rúgbrauð - Smjör

Rófustappa - Ítalskt salat

 

 

Þorratrogin eru sívinsæl  en hægt er að panta fyrir 10 manns eða fleiri

Súrmeti 

Hrútspungar - súr sviðasulta

Lundabaggar - Bringukollar

Lifrapylsa - Blóðmör

Hvalrengi 

Nýmeti 

Hangikjöt úr læri - Harðfiskur - Hákarl

Síldarsalat - tvær tegundir

Flatbrauð - Rúgbrauð - Smjör

Ný sviðasulta - sviðakjammar

Köld rófustappa - Ítalskt salat

Heitir réttir

Soðið saltkjöt með uppstúf og kartöflum

 Nautapottréttur (fylgir þegar pantað er fyrir fleiri en 50 manns)

 Verð:

10-20 manns   5.750 kr

21 - 30 manns 5.200 kr

31-50 manns 4.900 kr

51-100 manns 4.700 kr