Þorramatur

Þorramatur

Konungar þorrans....

Þjóðleg íslensk matarmenning er okkur í Múlakaffi í blóð borin, enda höfum við selt þorrramat í yfir hálfa öld. Það er ekki að ósekju sem Múlakaffi hefur verið nefnt Konungur þorrans og kappkostum við að standa undir þeirri nafnbót. 

Nú sem fyrr er allur okkar súrmatur lagaður í Múlakaffi þar sem eingöngu er notast við íslenska mjólkurmysu og hefðbundnar íslenskar aðferðir. Þorrameistararnir okkar hefja súrvinnslu snemma á haustin, gefa sér góðan tíma og leggja alúð í framleiðsluna

 

Hjónakassinn er tilvalinn fyrir tvo og er vel útilátinn að vanda. Hann nýtur mikilla vinsælda en við hefjum sölu á bóndadaginn sjálfan og eru þeir seldir á opnunartíma veitingastaðarins í Hallarmúla

Súrmeti 

Hrútspungar - sviðasulta

Lundabaggar - Bringukollar

Lifrapylsa - Blóðmör

Hvalrengi 

Nýmeti 

Hangikjöt - Harðfiskur

Síldarsalat

Flatbrauð - Rúgbrauð - Smjör

Rófustappa - Ítalskt salat

 

Súrmeti eingöngu, verð: 2.800 kr.

Nýmeti eingöngu, verð: 4.200 kr. 

Hjónabakki , verð:  7.000 kr.

 

Þorratrogin eru sívinsæl  en hægt er að panta fyrir 10 manns eða fleiri

Súrmeti 

Hrútspungar - súr sviðasulta

Lundabaggar - Bringukollar

Lifrapylsa - Blóðmör

Hvalrengi 

Nýmeti 

Hangikjöt úr læri - Harðfiskur - Hákarl

Síldarsalat - tvær tegundir

Flatbrauð - Rúgbrauð - Smjör

Ný sviðasulta - sviðakjammar

Köld rófustappa - Ítalskt salat

Heitir réttir

Soðið saltkjöt með uppstúf og kartöflum

 Nautapottréttur (fylgir þegar pantað er fyrir fleiri en 50 manns)

5 - 20 manns..........5.500 kr.

21 - 50 manns.......4.900 kr.

51 - 100 manns......4.500 kr.

100+.......hafið samband við okkur og fáið tilboð.