Auglýsing

Veisluþjónusta

Veislumatseðlar

Flott framsetning  á gæðahráefni

Við setjum veisluna saman nákvæmlega eftir þínum óskum. Matseðlarnir  okkar  eru aðeins dæmi um þær kræsingar sem hafa kitlað ófáa bragðlauka.  Við mætum öllum tilefnum með réttri tegund af veitingum, búnaði, þjónustu og framsetningu. Fyrirtækjaveislur, brúðkaup, afmæli,  móttökur eða veislur í heimahúsum.  Þetta eru bara nokkur dæmi um þær tegundir af veislum sem við sérhæfum okkur í.

Pantaðu þína veislu núna

Skoða nánar
Veislumatseðlar

Þorramatur

Pantaðu þína þorraveislu  í tæka tíð

Þorratrogin sívinsælu eru á sínum stað. Hægt er að panta fyrir 5 eða fleiri og tökum við forskot á sæluna og byrjum að afgreiða trogin föstudaginn 13. janúar

Þegar þú pantar trog getur þú verið viss um að þú fáir smakk og gott betur af öllu því sem þorrinn hefur upp á að bjóða. Súrmaturinn í öllu sínu veldi og nýmetið svíkur engan. Þar má finna harðfisk, hangikjöt, síldarsalöt, rófustöppu, nýja sviðasultu, sviðakjamma, baunasalat, rúgbrauð, flatbrauð og smjör. Einnig fylgir með heitt saltkjöt, kartöflur og uppstúf.

PANTA ÞORRAMAT

Við blótum þorrann með hátíðarbrag í Múlakaffi Hallarmúla

Sérstök opnun í Múlakaffi á Bóndadaginn 20. janúar og verður opið um kvöldið líka.
Þorrahlaðborð verður á boðstólnum á Bóndadaginn í hádeginu og um kvöldið
Vertu viss um að fá smakk af öllu því besta og gerðu þér ferð í Hallarmúlann
Hádegi frá kl 11 til 14 og kvöld frá kl 17 til 20

Verð: 5.900 kr.

 

Þorrinn 2023...

Konungar þorrans....

Þjóðleg íslensk matarmenning er okkur í Múlakaffi í blóð borin, enda höfum við selt þorrramat í yfir hálfa öld. Það er ekki að ósekju sem Múlakaffi hefur verið nefnt Konungur þorrans og kappkostum við að standa undir þeirri nafnbót. 

Nú sem fyrr er allur okkar súrmatur lagaður í Múlakaffi þar sem eingöngu er notast við íslenska mjólkurmysu og hefðbundnar íslenskar aðferðir. Þorrameistararnir okkar hefja súrvinnslu snemma á haustin, gefa sér góðan tíma og leggja alúð í framleiðsluna

Hjónabakkar

Nýmeti og súrmeti fyrir tvo - eða hjónabakkinn sívinsæli - frábær gjöf til bóndans á bóndadaginn sjálfan

Bakkarnir verða til sölu í verslunum Krónunnar og  hér í Múlakaffi Hallarmúla.
Sjá nánar innihald og verð hér að neðan. 

 

Skoða nánar
Þorramatur

Smáréttir og fingrafæði

Smáréttir og fingrafæði eru  okkar sérgrein.  Smáréttirnir okkar eru engir smá réttir og henta vel fyrir  veislur  af öllum toga. Allir  okkar smáréttaseðlar eru fyrir lágmark 25 manns.

Panta smárétti og fingrafæði

Skoða nánar
Smáréttir og fingrafæði

Kaffihlaðborð / Erfidrykkjur

Skoða nánar
Kaffihlaðborð / Erfidrykkjur

Ferðaþjónusta

Skoða nánar
Ferðaþjónusta

Veislurnar

Oft er tilefnið svo sérstakt að því hæfir engin venjuleg umgjörð

Múlakaffi lætur drauminn um hina fullkomnu veislu rætast. Við getum mætt hvar sem er og hvenær sem er. Við útvegum það sem til þarf og setjum upp fullbúið eldhús, sé þess óskað. Listasafnið, Kjarvalsstaðir og Hvalasafnið er aðeins brot af þeim sölum þar sem við þekkjum hvern krók og kima

Skoða nánar

Veisluþjónusta

Hvert sem tilefnið er þá höfum við aðstöðuna, veitingarnar og veisluþjónustuna sem hentar. Segðu okkur hvernig þú vilt hafa þína veislu  og við töfrum hana fram fyrir þig. Við sjáum um allt saman og þú getur skemmt þér áhyggjulaus.

Panta veislu núna

Skoða nánar

Brúðkaup

Er brúðkaupið í Reykjavík eða uppi á jökli? Við getum aðstoðað þig við að gera daginn ógleymanlegan og haldið gestum gangandi langt fram eftir nóttu.

Hér er aðeins brot af þeim matseðlum sem henta vel fyrir brúðkaup. Við leggjum áherslu á að sérsníða brúðkaupsveislur í takt við óskir brúðhjónanna. Við mælum með að senda okkur fyrirspurn  og fá í kjölfarið fund með okkar fagmönnum.

Fyrirspurn um brúðkaupsmatseðla

 

Skoða nánar
Brúðkaup

Árshátíðir og viðburðir

Er árshátíð eða veisla í vændum? 

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval veislumatseðla sem henta fámennum sem fjölmennum hópum og fyrirtækjum.

Hafðu samband við okkur og við sérsníðum veisluna að þínum þörfum. 

Fyrirspurnir um árshátíðir/ viðburði

Skoða nánar
Árshátíðir og viðburðir

Ferðaeldhús

Veisla í íslenskri náttúru

Veisla í íslenskri náttúru er viðburður sem hrífur öll skynfærin. Við getum látið drauminn um  veislu í íslenskri náttúru rætast enda höfum við haldið veislur á fjöllum, ofan í hellum, úti á sjó, á litlum eyjum og úti í skógi svo eitthvað sé nefnt. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir en í öllum tilfellum er um að ræða viðburð sem er ógleymanleg og draumkennd upplifun. 

Skoða nánar

Borðbúnaður

Skoða nánar

Fermingar

 

Láttu okkur sjá um veitingarnar og framsetninguna og því ekki uppvaskið líka? 

Með öllum okkar fermingarmatseðlum færð þú  diska og hnífapör sem henta hverju hlaðborði.

Veislan er svo keyrð heim að dyrum til  þín og sótt aftur 

Fermingarmatseðlarnir eru aðeins brot af því úrvali sem við bjóðum upp á. 

Skoða nánar
Fermingar

Hjörleifshöfði

Skoða nánar

Ítalskt hlaðborð

Skoða nánar
Ítalskt hlaðborð

Starfsfólk

Skoða nánar

Ummæli viðskiptavina

Skoða nánar

Eimskip

Skoða nánar
Eimskip

Rio Tinto

Skoða nánar
Rio Tinto

Vörur

Ef þú vilt setja saman þína smáréttaveislu er þetta málið. Lágmarksmagn í tegund eru 10 bitar og heildarverð í pöntun þarf að vera að minnsta kosti 25.000 krónur. Við miðum við þriggja sólarhringa fyrirvara en það er alltaf óhætt að athuga málið því eldhúsið okkar sofnar sjaldan.

Skoða nánar

Vegan smáréttir

Vegan vegan vegan

Skoða nánar
Vegan smáréttir

Þorramatur

Skoða nánar
Þorramatur

Sætindi

Skoða nánar
Sætindi

Smurbrauð

Skoða nánar
Smurbrauð

Smáborgarar og taco

Skoða nánar
Smáborgarar og taco

Smáréttir og snittur

Skoða nánar
 Smáréttir og snittur