Þakkargjörðarveisla

Þakkargjörðarveisla

Bandaríski  þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert  

Íslensku hefðirnar eru í hávegum hafðar í Múlakaffi en matargerðin á þessum degi er einfaldlega of góð til að halda ekki upp á hann

Fimmtudaginn 28.nóvember verður kalkúnaveisla með öllu   tilheyrandi í hádeginu og um kvöldið á veitingastaðnum í Hallarmúla

Verð  3.900 kr 

Tilvalið er að panta kalkúnaveislu í fyrirtæki en lágmarksfjöldi er 20 manns  

Gljáðar kalkúnabringur

 Graskers- og kartöflusalat með beikoni, trönuberjum og spínati

Sætkartöflumús með graslauk og múskati

Heimalagað rauðkál með appelsínu og kanil

 
Epla- og perusalat með ristuðum hnetum

Bökuð brauðfylling með sveppum og lauk

 

Trönuberjasulta

Kremuð kalkúnasósa

 
Pekanpæ og þeyttur rjómi

 Fyrir grænmetisætur - hnetusteik