Auglýsing

Sjáland

Sjáland

Einn rómaðasti veislu- og viðburðastaður landsins,
Sjáland í Garðabæ, hefur opnað á ný!

"Við erum afar stolt af því að bæta Sjálandi við í framboð okkar á veislu- og veitingaþjónustu. Sjáland er einn glæsilegasti veislu- og viðburðastaður landsins á magnaðri staðsetningu við sjávarsíðuna", segir Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis.

Sjáland hefur um margra ára skeið verið einn vinsælasti veislustaður landsins og hafa ófá brúðkaup, afmælisveislur og árshátíðir farið fram í þessum glæsilegu húsakynnum. Þar eru tveir salir, annar sem hentar stærri viðburðum og svo minni salur sem er hentugur fyrir minni og meðalstórar veislur. Yfirkokkur Múlakaffis er listakokkurinn Eyþór Rúnarsson og hefur hann umsjón með matseðli og áherslum Sjálands í mat og drykk. Það má því búast við flugeldasýningu úr eldhúsinu enda er veisluþjónusta Múlakaffis rómuð fyrir bragðgæði, magnaða framsetningu og fagmennsku.

Senda fyrirspurn á Sjáland